Hreyfisport með umboð fyrir Lifespan á Íslandi

Nú er loksins hægt að ganga og hjóla á meðan þú vinnur þar sem Hreyfisport er nú stoltur umboðsaðili hreystivaranna frá Lifespan á Íslandi. Google, Facebook, Amazon, Nissan og Myfitnesspal eru dæmi um stórfyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á heilsueflandi vinnustað með hreystitækjum frá Lifespan. Auk þess hafa hreystitækin notið gríðarlegra vinsælda innan skólastofnana um allan heim. Lifespan tækin hafa hlotið fjölda verðlauna í gegnum árin. Lifespan býður einnig upp á hefðubundin líkamsræktartæki fyrir heimili, fyrirtæki/stofnanir og líkamsræktarstöðvar.