Myndir

Akranes

Akraneskaupstaður tók í notkun sinn fyrsta hreystigarð við Langasand árið 2019. Hreint út sagt frábær staðsetning við íþrótta-, leik- og útivistarsvæði. Myndir voru teknar rétt eftir uppsetningu vor 2019.

Garðabær

Það eru fimm Norwell hreystigarðar í Garðabær. Árið 2018 voru þrír garðar teknir í notkun við Sunnuflöt, á Álftanesi og við Arnarneslæk. Árið 2019 opnaði fjórði garðurinn við Bæjargarð og 2023 í Urriðaholti.

Grindavík

Sumarið 2020 var hreystivöllur settur upp við íþróttahúsið í Grindavík. Frábær staðsetning við íþróttahús, skóla og leiksvæði.

Hafnarfjörður

Það er skemmtilegur hreystivöllur við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði sem tekinn var í notkun árið 2015.

Kópavogur

Það eru tveir hreystigarðar í Kópavogi, annar er við tjörnina í Kópavogsdalnum og hinn Í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.

Menntaskólinn á Akureyri

Við Menntaskólann á Akureyri er stórglæsilegt útiæfingasvæði. Norwell tækin voru sett niður sumarið 2021 og eru úr ryðfríu duftlökkuðu stáli.

Reykjanesbær

Það eru fjórir Norwell hreystigarðar í Reykjanesbæ og voru þeir teknir í notkun árið 2013. Þá má finna í skrúðgarðinum í Keflavík, skrúðgarðinum í Njarðvík, á Ásbrú við Sporthúsið og í Innri Njarðvík við Akurskóla. Enginn garður er eins sem býður íbúum Reykjanesbæjar upp á fjölbreyttan æfingakost.

Reykjavíkurborg

Það eru tveir Norwell hreystigarðar í Reykjavík og annar þeirra vel falinn á milli Bríetartúns og Laugavegs. Sá var tekinn í notkun árið 2014 og er á einstaklega skjólgóðu svæði með leiktæki rétt við hreystitækin, sem býður upp á heilsusamlega fjölskyldustund. Hinn hreystigarðurinn er á grænu svæði við Miðgarð og var tekinn í notkun árið 2017. 

Vestmannaeyjar

Hreystigarðurinn í Vestmannaeyjum er staðsettur á einstaklega fallegum stað rétt við íþróttahúsið. Svæðið er stallað sem fjölgar æfingamöguleikum. Hreystiðgarðurinn var tekinn í notkun sumar 2020 og er góð viðbót við frábært útivista- og æfingasvæði Vestmannaeyinga.