Myndir

Staðsetning Norwell hreystigarða

Myndirnar hér að neðan eru teknar úr Norwell Outdoor fitness appinu. Auðvelt er að finna næsta Norwell garð með GPS tækni auk þess að sjá hvaða tæki eru í boði á hverjum stað. Appið gefur upp hver vegalengdin er í næsta Norwell hreystigarð. Við mælum með að þú náir í appið á Google Play eða App store.

Akranes

Akraneskaupstaður tók í notkun sinn fyrsta hreystigarð við Langasand árið 2019. Hreint út sagt frábær staðsetning við íþrótta-, leik- og útivistarsvæði. Myndir voru teknar rétt eftir uppsetningu vor 2019.

Garðabær

Það eru fjórir Norwell hreystigarðar í Garðabær. Árið 2018 voru þrír garðar teknir í notkun við Sunnuflöt, á Álftanesi og við Arnarneslæk. Árið 2019 opnaði fjórði garðurinn við Bæjargarð.

Grindavík

Sumarið 2020 var hreystivöllur settur upp við íþróttahúsið í Grindavík. Frábær staðsetning við íþróttahús, skóla og leiksvæði.

Hafnarfjörður

Það er skemmtilegur hreystivöllur við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði sem tekinn var í notkun árið 2015.

Kópavogur

Það eru tveir hreystigarðar í Kópavogi, annar er við tjörnina í Kópavogsdalnum og hinn Í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.

Reykjanesbær

Það eru fjórir Norwell hreystigarðar í Reykjanesbæ og voru þeir teknir í notkun árið 2013. Þá má finna í skrúðgarðinum í Keflavík, skrúðgarðinum í Njarðvík, á Ásbrú við Sporthúsið og í Innri Njarðvík við Akurskóla. Enginn garður er eins sem býður íbúum Reykjanesbæjar upp á fjölbreyttan æfingakost.

Reykjavíkurborg

Það eru tveir Norwell hreystigarðar í Reykjavík og annar þeirra vel falinn á milli Bríetartúns og Laugavegs. Sá var tekinn í notkun árið 2014 og er á einstaklega skjólgóðu svæði með leiktæki rétt við hreystitækin, sem býður upp á heilsusamlega fjölskyldustund. Hinn hreystigarðurinn er á grænu svæði við Miðgarð og var tekinn í notkun árið 2017.