Norwell er danskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í fararbroddi undanfarin ár í hönnun, þróun og sölu á hreystitækjum utandyra. Skandínavískur einfaldleikinn einkennir hönnun tækjanna auk þess sem þau eiga að  falla vel inn í umhverfið. Tækin eru mjög slitsterk og endingargóð og þola erfið veðurskilyrði vel.

Tækin frá Norwell eru viðhaldslítil og hönnuð þannig að lang flestir geta notað þau. Einstaklingurinn notar sýna eigin líkamsþyngd og því engar stillingar sem gerir tækið einfalt í notkun og dregur úr slysahættu. Arkitektar Norwell í Danmörku hanna garðana út frá staðsetningu og landslagi auk þess sem  sérfræðingar Norwell koma með tillögu að samsetningu tækja í hreystigarða. Tækin eru vottuð af TUV SUD skv. EN1176 og EN957 og er 10 ára ábyrgð á framleiðslugöllum eins og ryðmyndun innan frá, festingum og suðum. Auk þess er þriggja ára ábyrgð á gúmmí, plasti og hreyfiliðum. 

Lagt er upp með að sem flestir geti æft í tækjunum hvort sem um ræðir börn, fullorðna eða þá sem eru í hjólastól. Allir ættu að geta fundið æfingar við sitt hæfi og aukið þannig þol, styrk, liðleika og jafnvægi.

Fyrstu tækin voru tekin í notkun árið 2013 í Reykjanesbæ og fljótlega bættust við hreystigarðar um allt stórhöfuðborgarsvæðið. Nú eru um 20 Norwell hreystigarðar á Íslandi. Nálgast má Norwell appið í App store og Google play. Á korti má sjá hvar næsti hreystigarður er og vegalengdina þangað. Í appinu er einnig hægt að sjá hvaða tæki eru í hverjum garði og leiðbeiningar hvernig á að gera æfingar í tækjunum.

Undanfarin ár hafa sveitarfélög lagt aukna áherslu á lýðheilsu og fjölgað tækifærum til hreyfingar. Mörg sveitarfélög á Íslandi eru nú orðin “heilsueflandi sveitarfélög” m.e. með því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Hreyfisport er stoltur umboðsaðili Norwell á Íslandi og hefur fyrirtækið ávallt lagt upp úr persónulegri og faglegri þjónustu. Það er hægt að bóka ráðgjafa í heimsókn þar sem boðið er upp á ítarlega kynningu og upplýsingagjöf.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um tækin frá Norwell eða tilboð, þá máttu endilega hafa samband með því að senda okkur tölvupóst hreyfisport@hreyfisport.is eða með því að skilja eftir skilaboð hér að neðan: