Úr kyrrstöðu í hreyfingu við skrifborðið – Ánægja hjá starfsmönnum Ritara á Akranesi

Ingibjörg Valdimarsdóttir framkvæmdarstjóri Ritara ehf. á Akranesi vildi bæta aðstöðu starfsmanna sinna enn frekar. Ritari býður upp á heildarlausnir í skrifstofurekstri og sérhæfir sig á sviði ritaraþjónustu, símsvörunar, úthringinga, bókhaldsþjónustu og stofnunar – og reksturs fyrirtækja. Starfsfólk, eigendur og stjórnendur leggja sig fram við að öllum líði vel í vinnunni og aðstaðan til fyrirmyndar. Allir eru með upphækkanleg skrifborð og góða skrifborðsstóla en þegar starfsmenn Ritara prófuðu heilsubrettið frá Lifespan, fundu þeir jákvæðan mun. Hér að neðan er vitnisburður Ingibjargar framkvæmdarstjóra: „Við hjá Ritara vinnum þannig vinnu að við sitjum og stöndum við skrifborðið okkar allan daginn. Við fengum að prófa jafnvægisbretti frá Hreyfisport til að sjá hvort það gæti hjálpað okkur við kyrrsetustörf og við að halda blóðflæði líkamans gangandi við skrifborðið. Það er óhætt að segja að starfsmenn Ritara finna mikinn mun á sér að nota jafnvægisbrettið. Það kemur í veg fyrir stirðleika í fótleggjum og mjaðmagrind þar sem starfsmaðurinn er alltaf á smá hreyfingu þegar hann stendur á jafnvægisbrettinu. Það er þægilegt að smella brettinu undir hækkanleg borð og það fer lítið fyrir því þegar það er ekki í notkun. Við mælum tvímælalaust með þessum brettum og þá sér í lagi í kyrrsetustörfum eins og á skrifstofum.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *