Lifespan
Hjólað á vinnutíma „ströndin umhverfis Ísland“
Starfsmenn Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa undanfarnar vikur hjólað á skrifstofuhjóli frá Lifespan „ströndina umhverfis Ísland“. Árangurinn er skráður á töflu og mikil stemming myndast meðal starfsmanna.
Á skrifstofu NTÍ er mikið lagt upp úr heilsusamlegu vinnuumhverfi og góðum starfsanda. Hulda Ragnheiður forstjóri segir hjólaverkefnið hafa jákvæð áhrif á starfsandann og lang flestir taki þátt. Sumir hjóli meira en aðrir og lítið mál sé að trilla hjólinu milli skrifborða.
Auk þess að bjóða starfsmönnum að hreyfa sig á vinnutíma á skrifstofuhjólinu þá er einnig hægt að bóka rafmagnshjól til að fara milli staða í stað þess að keyra. Umhverfisvænt og heilsusamlegt.
Vinnuaðstaðan hjá NTÍ er einstaklega heilsusamleg og notaleg, sem hefur án efa jákvæð áhrif á starfsandann og heilsu starfsmanna.
12 maí 2022 voru starfsmenn NTÍ komnir yfir 2000 km. múrinn, sem þýðir að þau voru komin á sunnanverða Vestfirrði.
Áfram NTÍ, nú er bara að hjóla í mark og klára hringinn, og það á vinnutíma 🙂