Lýsing
C3-DT3 hjólið er frábær viðbót á vinnustaði. Það er bæði heilsusamlegt og skemmtilegt að geta hjólað á meðan þú vinnur. Eins og flestir vita er kyrrseta aukið vandamál og býður Lifespan upp á gott úrval af heilsueflandi skrifstofubúnaði með það að markmiði að bæta heilsu starfsmanna og auka afköst. C3 hjólið er vinsæll kostur þar sem það er fyrirferðalítið, hljóðlaust og auðfæranlegt. Stjórnborðið er nett og einfalt í notkun. Það sýnir þann tíma sem búið er að hjóla, vegalengd, hraða og fjölda hitaeininga. Sætið er mjúkt og rúmgott og svo er hægt að bæta við mótstöðu á hjólinu. Tilvalin viðbót inn á heilsueflandi vinnustaði.
Eiginleikar
Sérsniðið að þínum þörfum
- 16 hæðastillingar á hjóli
Afhverju að nota hjól
- Heilsueflandi
- Skemmtilegt
- Athygli helst betur með auknu blóðflæði
- Getur aukið afköst
- Nýtist vel í heilsueflingu og hópefli á vinnustöðum
tækniupplýsingar
Málsetningar: | Lengd: 69 sm, Breidd: 53 sm, Hæð: 91-118 sm |
Sæti: | Þægilegt sæti sem hentar flestum |
Sætisstilling: | Hægt að stilla í 19 hæðir |
Mótstaða á fótstigi: | Seglar veita mótstöðu eftir snúningi |
Mótstöðustig: | 16 mótstöðustig |
Fótstig: | Þægileg fótstig sem hægt er að festa við fætur |
Tilfærsla: | 2 hjól auðvelda tilfærslu |
Hámarksþyngd notanda: | 180 kg. |
Ábyrgðir: | Íhlutir: 1 ár |