Lýsing
R7000i æfingahjólið er hannað þannig að auðvelt er að setjast á það og fara af því („step-thru design“). Auðvelt er að tengja síma eða ipad við hjólið og nálgast allar æfingaupplýsingar, hvort sem er í gegnum eigin snjalltæki eða með því að tengja sig við Lifespan appið. Einnig er góður standur fyrir síma, spjaldtölvu, eða önnur snjalltæki, ef verið er að horfa á afþreyingarefni á meðan æft er.
Það sem gerir R7000i æfingahjólið einstakt, er að það er ekki tengt við rafmagn og því snúrulaust. Það kveiknar á æfingahjólinu um leið og byrjað er að hjóla á því.
Eiginleikar
Öflugt æfingahjól sem þolir mikla og stöðuga notkun
R7000i „recumbent“ æfingahjólið er með öflugri stálgrind sem gerir það einstaklega sterkt og endingargott. Æfingahjólið þolir mikla og stöðuga notkun á líkamsræktarstöðvum og heilbrigðisstofnunum. R7000i hjólið er með 3-stiga mótstöðurafal, „Poly-V drive belt“, og þriggja hluta sveifkerfi (3 piece crank system) sem tryggir mjúkar hreyfingar. Auk þess er hjólið mjög hljóðlátt á meðan að það er í notkun.
Engar snúrur sem þarf að stinga í samband
R7000i „recumbent“ æfingahjólið er ekki tengt neinum rafmagnssnúrum. Um leið og byrjað er að hjóla kveikir hjólið á sér. Auk þess er hægt að hlaða raftæki eins og síma, á meðan á æfingu stendur.
tækniupplýsingar
Hæðarstillingar sætis: | Hægt að færa sæti um 35 sm fram og til baka |
Mótstöðu tækni: | 3ja fasa rafall sem þarf ekki rafmagn |
Mótstöðustig hjóls: | 16 stig |
Tilfærsla: | 2 hjól til að auðvelda tilfærslu |
Málsetningar | L: 176 sm, B: 70 sm, H: 126 sm |
Þyngd vöru: | 78 kg. |
Hámarksþyngd notanda: | 181 kg. |
Stærð kassa utan um vöru: | L: 178 sm, B: 56 sm, H: 61 sm |
Ábyrgðir: | Íhlutir: 1 ár |