LifeSpan kom með fyrstu vörurnar á markað árið 2001 og hefur síðan þá lagt metnað í að bjóða fólki upp á hágæða hreystivörur sem geta bætt lífsgæði og heilsu fólks.  

Hreyfisport eru með umboð fyrir Lifespan á Íslandi. Auk þess að selja hágæða líkamsræktartæki eins og hlaupabretti, hjól og önnur hreystitæki á frábæru verði þá býður fyrirtækið upp á nýjung á íslenskum markaði, líkamsræktartæki sérhönnuð fyrir skrifstofuna og vinnusvæðið. Fjölmörg fyrirtæki vilja vera heilsueflandi vinnustaðir, þar sem niðurstöður rannsókna benda til að heilsuhraustir starfsmenn afkasti meira og eru með minni veikindafjarveru. Auk þess að starfsmenn eru almennt ánægðari og hliðhollari sínum vinnustað, ef þeir finna að fyrirtækið beri hag þeirra fyrir brjósti og bjóði upp á heilsusamlegt vinnuumhverfi. 

Fjölmargir kostir fylgja því að hreyfa sig á vinnutíma, meðal annars:

  • Getur hreyfing dregið úr stoðkerfisvandamálum 
  • Ganga styrkir vöðva, liði og eykur þol
  • Getur stuðlað að þyngdartapi
  • Hreyfing eykur orku
  • Hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu

*fyrirtæki sem nota Lifespan vörur

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um tækin frá Lifespan eða tilboð, þá máttu endilega hafa samband með því að senda okkur tölvupóst hreyfisport@hreyfisport.is eða með því að skilja eftir skilaboð hér að neðan