Hreyfisport (K45 ehf. – Kt. 630315-0850) er fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 2015. Sigurbjörg Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri er sálfræðimenntaður íþróttafræðingur með víðtæka reynslu á sviði kennslu, þjálfunar og starfsendurhæfingar. Fyrirtækið fékk umboð fyrir Norwell útihreystitækjum árið 2014 og í kjölfarið var fyrsti hreystigarðurinn settur upp í Reykjavík við Bríetartún. Síðan þá hefur Norwell hreystigörðunum fjölgað hratt á Íslandi enda mikil heilsuvakning verið undanfarin ár og alltaf fjölgar þeim sveitarfélögum sem eru “heilsueflandi”.

Árið 2019 bætti fyrirtækið öðru vörumerki við og selur nú líkamsræktartæki og hreystivörur frá Lifespan. Vörurnar hafa hlotið mikið lof notenda og hafa verið með þeim söluhæstu í sínum flokki í Bandaríkjunum undanfarin ár. Fyrstu vörurnar frá þeim komu á markað árið 2001 og fyrirtækið því rótgróið. Hreyfisport er nú stolt að geta boðið upp á nýjung á íslandi sem eru göngubretti og hjól,  sem eru sérhönnuð fyrir skrifstofu- og vinnurými. 

Hreyfisport selur einnig hágæða endurhæfingartæki frá HCIfitness og vandaðan líkamsræktarbúnað og vörur frá Lifemaxx og Body Solid.

Hreyfisport vill leggja sitt af mörkum hvað varðar samfélagslega ábyrgð og taka þátt í að stuðla að heilsueflingu meðal landsmanna. Hreyfingaleysi er alvarlegt lýðheilsuvandamál í dag og ekki síst á Íslandi. Hvort sem þú vilt hreyfa þig heima, í vinnunni eða úti þá er Hreyfisport með nokkar hugmyndir að leiðum til að draga úr kyrrsetu og bæta við hreyfingu yfir daginn. 

Auk þess að bjóða upp á hágæða líkamsræktartæki og hreystivörur þá leggja starfsmenn Hreyfisports sig ávallt fram við að veita góða og persónulega þjónustu. Við hvetjum þig til að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vörurnar okkar eða þjónustu.

Facebooksíða Hreyfisport https://www.facebook.com/Hreyfisport-299230310961312

 

ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Opnunartími skrifstofu er frá 9:00 – 16:00 virka daga.

Skrifstofa Hafnargötu 35, Reykjanesbæ.

Vsk. númr er 119772.

SKILARÉTTUR

Ef skila á vörum þarf að sýna kvittun eða nótu fyrir vörunni og skulu umbúðir vera óskemmdar og heildar. Skilaréttur er 30 daga frá kaupum.

ENDURGREIÐSLUR

Vörur eru eingöngur endurgreiddar ef galli eða skemmdir eru á vörum og þá eingöngu gegn framvísum nótu eða kvittun vörukaupa.

FLUTNINGSKOSTNAÐUR

Flutningskostnaður bætist við vöru ef hún er ekki sótt á lager Hreyfisports og fer verðið eftir stærð og þyngd vöru. Minni vörur eins og jafnvægisbretti geta verið póstlagðar og þá gildir verðskrá póstfyrirtækis.

Samsetningarkostnaður á hverri vöru frá Lifespan er 29.900 kr. sem bætist ofan á verð vörunnar. Hægt er að fá tilboð í samsetningu þegar um fleiri en eina vöru er að ræða. Kaupandi sér sjálfur um samsetningu á Norwell vörum.