Upplýsingar
E3i þrekþjálfinn er flaggskip Lifespan þegar kemur að þrekþjálfum. Hvort sem tilgangur æfingarinnar er fitubrennsla, þol- eða styrktarþjálfun, þá er E3i þrekþjálfinn fullkominn til að mæta þínum væntingum. Einstök CoreBalance tækni og endingargóður vél- og staðalbúnaður, gerir E3i þrekþjálfann að hágæða líkamsræktartæki sem hentar jafnt inn á heimili og líkamsræktarstöðvar.
MINNI MEIÐSLAHÆTTA VEGNA „CORE-BALANCE“ TÆKNI
Að vera með mismunandi styrk í hægri og vinstri hluta líkamans, getur leitt til meiri slysahættu og viljum við alltaf stefna á að ná jafnvægi á milli vöðva. Ef þessu markmiði er ekki náð, aukast líkur á bakverkjum og óþægindum í liðamótum.
Lifespan þróaði svokallaða „CORE-BALANCE“ tækni en þá nemur tækið hvar þitt vöðvaójafnvægi liggur og tækið býr til það viðnám sem þarf á viðkomandi fót á meðan æft er. Upplýsingarnar birtast svo á skjánum.
Eiginleikar
NÁKVÆMLEGA ÆFINGIN SEM ÞÚ SÆKIST EFTIR
- 20 erfiðleikastig og 20 mótstöðustig
- Tvöföld rúlluhjól á tvíbreiðum teinum fyrir aukinn stöðugleika
Lifespan leggur allt í sölurnar til að búa til tæki fyrir þig sem mætir þínum löngunum. E3i þrekþjálfinn er með sérstaka Lifespan tækni sem veitir hámarksávinning á lágmarkstíma.
Þú hefur úr 20 erfiðleikastigum og 20 mótstöðustigum að velja og getur því tekið fullkomna æfingu, hvort sem kálfar, aftan/framan í læri eða rassvöðvar eru vöðvarnir sem eiga að finna fyrir því! Með einföldum hætti er hægt að auka/minnka erfiðleika- og mótstöðustigið í handfanginu.
HANNAÐ FYRIR FULLKOMNA ÆFINGU
Sterkt og vandað 20“ hjól úr stáli sem er hljóðlátt á meðan æfingu stendur.
tækniupplýsingar
Málsetningar | L: 203 sm, B: 71 sm, H: 144 sm |
Hæð upp á tæki: | 31 sm |
Bil milli fótstiga: | 51 sm |
Hallastig: | 20 hallastig |
Mótstöðu tækni: | Seglar mynda mótstöðu þegar hjólað er |
Mótstöðustig hjóls: | 20 stig |
Tilfærsla: | 2 hjól til að auðvelda tilfærslu |
Þyngd vöru: | 94 kg. |
Hámarksþyngd notanda: | 159 kg. |
Stærð kassa utan um vöru: | L: 165 sm, B: 64sm, H: 84 sm |
Ábyrgðir: | Íhlutir: 1 ár |