LÝSING
LifeSpan TR4000i hlaupabrettið er tilvalið inn á heimilið og þolir mikla notkun. Brettið tekur svipað mikið pláss og stóll þegar það er ekki í gangi, og sett saman með einu handtaki. Einstaklega notendavænt stjórnborð og snertiskjár í lit. Á brettinu getur þú mælt hjartsláttinn og valið úr fjölmörgum æfingastillingum. Auk þess er innbyggð vifta í brettinu með þremur mismunandi stillingum.
Notendavænt stjórnborð
- Snertiskjár í lit
- Púlsmælir
- Flýtistillingar á stjórnborði sem eykur öryggi og þægindi
- Vifta
TR4000 hlaupabrettið er hannað til að þú getir náð hámarks árangri í þinni þjálfun.
Það er einfalt og þægilegt að brjóta brettið saman svo lítið fer fyrir því þegar það er ekki í notkun.
TR4000 er útbúið fullkomnum snertiskjá og hlaupaflöturinn er rúmgóður (56*152cm). Hlaupabrettið er með hágæða fjöðrunarkerfi, þ.e. 8 öflugir höggdeyfar sem búa til góða fjöðrun sem dregur úr titringi og hávaða auk þess sem högg á stoðkerfið minnkar til muna.
Lifespan TR4000 hlaupabrettið er fyrir þá kröfuhörðustu þar sem mótorinn er einstaklega öflugur, hlaupaflöturinn stór og fjölmörg innbyggð æfingakerfi sem hægt er að nýta sér í þjálfun. Hvort sem þú ert að reyna bæta tímann þinn í 10 km hlaupi eða ert að æfa út frá öðrum markmiðum, þá býður snertiskjárinn upp á mikla möguleika til að halda utan um upplýsingar varðandi æfingarnar og býr þannig til hvata til bætinga. Með einföldum hætti hleðurðu upplýsingunum inn í Lifespan appið og tengir það við Apple health eða Google fit.
Hægt er að stilla skjáinn á þrjá mismunandi vegu, þ.e. línurit, mælieiningar og keppnisbraut. Á skjánum sérðu svo niðurstöður æfingarinnar út frá þínu vali. Eins og í öllum Lifespan hlaupabrettum þá er stjórnborðið einfalt í notkun, þú velur þér bara stillingu og byrjar, svo einfalt er það! Að sjálfsögðu eru flýtihnappar frá 2 og upp í 10 til að stilla hraða og halla.
Eiginleikar
Einfalt að leggja saman með einu handtaki
Það er bæði þægilegt og einfalt að fella TR4000i brettið niður og lyfta því upp. Lifespan hefur þróað EZfold, sem er tækni byggð á vökvastýringu sem gerir það bæði öruggt og einfalt að setja brettið saman.

ÚTKOMAN ÚR ÆFINGUNUM Í Lifespan appinu
- Fleiri en 50 æfingaprógrömm
- Innbyggt bloothooth fyrir gagnaflutning
- Hægt að tengja við Apple Health og Google Fit
Með yfir 50 æfingaprógrömmum þar sem hægt er að velja ýmsar keppnir, þolpróf og sérhannaðar æfingar, auk margra möguleika til að skoða niðurstöðuna á skjánum.
Þegar æfingunni er lokið þá færðu hrós frá appinu sem þú notar en bæði Iphone og Android símar virka með Lifespan appinu. Þú fylgist með þínum árangri í því appi sem þér þykir best og enginn aukakostnaður fylgir því.

tækniupplýsingar
Stærð á belti: | 56×152 sm hlaupasvæði |
Afl mótors: | 3,25 hestöfl |
Lyftigeta mótors: | 360 kg. |
Hraði: | 0,8 – 20 km/klst. |
Hæðarstillingar: | 13 hæðarstig upp og 2 stig niður |
Fjörðun: | 8 höggdeyfar |
Tækni til að leggja saman: | EZ fold |
Tilfærsla: | 4 hjól til að auðvelda tilfærslu |
Málsetningar | Heildarstærð: L: 185 sm, B: 87 sm, H: 141 sm |
Lagt saman: L: 103 sm, B: 87 sm, H: 166 sm | |
Hæð upp á bretti: | 23 sm |
Þyngd vöru: | 108 kg. |
Hámarksþyngd notanda: | 158 kg. |
Stærð kassa utan um vöru: | L: 200 sm, B: 94 sm, H: 41 sm |
Ábyrgðir: | Mótor: 2 ár |
Íhlutir: 1 ár |