Í lok janúar 2021 opnaði Hreyfisport nýjan og glæsilegan sýningarsal í Orkustöðinni í Reykjanesbæ. Tækjasalurinn er opinn almenningi og hefur iðkendum fjölgað hratt frá því stöðin opnaði í byrjun árs. Tækin og búnaðurinn í sýningarsalnum/æfingasalnum eru frá Lifespan, Lifemaxx – Crossmaxx, Health Care Internationl, Body Solid og Sole. Hægt er að koma og prófa vörurnar […]
Það voru fjölmargir sem tóku þátt í sumarleik Hreyfisports og var Guðrún Bjarnadóttir sú heppna og var dregin út. Hún fékk að launum lúxus æfingadýnu, 12,5kg handlóðasett, æfingateygju og sippuband. Við óskum Guðrúnu til hamingju með verðlaunin og þökkum öllum sem tóku þátt í leiknum.
Hreyfisport opnaði skrifstofu- og sýningarrými að Hafnargötu 35 Reykjanesbæ, 9. janúar 2020. Framleiðsla: SIGVAMEDIA
https://www.vf.is/vidskipti/heilsuefling-a-skrifstofunni Víkurfréttir 3. tbl. 41. árg.
Fimmtudaginn 9. janúar síðastliðinn opnaði Hreyfisport skrifstofu sína á Hafnargötu 35 í Reykjanesbæ. Skrifstofan er jafnframt sýningarrými fyrir Lifespan skrifstofulínuna sem fyrirtækið selur. Mikill fjöldi mætti á opnunina og nýttu gestir sér tækifærið og prófuðu tækin og kynntu sér vörurnar frá Lifespan og Norwell. Skrifstofan er nú opin alla virka daga frá 09:00-15:30 og eftir […]
Það hafa orðið breytingar hjá okkur þar sem fyrirtækið heitir ekki lengur Hreystivörur heldur Hreyfisport. Í framhaldi af þessari tilkynningu munum við breyta nafninu á facebook síðunni.
Þessa dagana er verið að setja upp hreystigarð frá Norwell við Langasand á Akranesi. Staðsetning tækjanna er engu lík, útsýni yfir hafið og strandlengjuna. Auk þess er leiksvæði fyrir börnin rétt hjá, sundlaug og dásamlegi útipotturinn Guðlaug.
Nú er loksins hægt að ganga og hjóla á meðan þú vinnur þar sem Hreyfisport er nú stoltur umboðsaðili hreystivaranna frá Lifespan á Íslandi. Google, Facebook, Amazon, Nissan og Myfitnesspal eru dæmi um stórfyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á heilsueflandi vinnustað með hreystitækjum frá Lifespan. Auk þess hafa hreystitækin notið gríðarlegra vinsælda innan skólastofnana […]
- 1
- 2